Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 12:12 Trump og Sessions þegar allt lék í lyndi. Vísir/AFP Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31