Darya Klishina: Fólkið mitt kallaði mig svikara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 15:00 Darya Klishina Vísir/AFP Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira