Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 23:58 iklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon Vísir/Anton Stjórn samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík skorar á yfirvöld að stöðva rekstur verksmiðju Untied Silicon í Helguvík. Segir hún að hluti íbúa Reykjanesbæjar hafi „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. „Það sé með öllu ólíandi“ eins og það er orðað í tilkynningu frá samtökunum. Ítrekað hafa borist fregnir frá Suðurnesjum síðustu mánuði þar sem íbúar í grennd við kísilverksmiðju United Silicon greina frá mengun sem frá henni stafar. Í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær kemur fram að verksmiðjan hafi verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gangi þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons„Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun,“ segir í bókun bæjarráðsins. Undir þetta taka samtökin að hluta.Stjórn United Silicon telur hinsvegar að stöðvun verksmiðjunnar myndi ekki skila neinum árangri, meðal annars um áframhald rannsókna og hagsmuni kröfuhafa. „Umhverfisstofnun hafnaði fyrr á þessu ári beiðni United Silicon um 6 mánaða frest (sem senn líður undir lok núna þrátt fyrir að hafa aldrei verið veittur) til að koma mengunarmálum hjá sér í lag. Samtökin mótmæla því að fyrirtækinu verði veittur frekari frestur til rannsókna þar sem ekki liggur fyrir samþykki íbúa um að vera tilraundýr í slíkum rannsóknum. Málið er ósköp einfalt, annað hvort virkar verksmiðjan eða hún virkar ekki, og hefur hún ekki virkað frá því ofninn var ræst í nóvember 2016,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.Sjá einnig: Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Þá segja þau verksmiðjuna vera áhættu kröfuhafa „frá upphafi til enda“ og að þeir beri „ríka samfélagslega ábyrgð í þessu máli,“ eins og það er orðað. „Stjórn samtakanna skorar á yfirvöld að rekstur United Silicon verði stöðvaður með hagsmuni stórs hluta íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi svo koma megi í veg fyrir frekari mengun frá United Silicon og frekari skerðingu á lífsgæðum íbúanna.“ United Silicon Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Stjórn samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík skorar á yfirvöld að stöðva rekstur verksmiðju Untied Silicon í Helguvík. Segir hún að hluti íbúa Reykjanesbæjar hafi „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. „Það sé með öllu ólíandi“ eins og það er orðað í tilkynningu frá samtökunum. Ítrekað hafa borist fregnir frá Suðurnesjum síðustu mánuði þar sem íbúar í grennd við kísilverksmiðju United Silicon greina frá mengun sem frá henni stafar. Í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær kemur fram að verksmiðjan hafi verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gangi þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons„Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun,“ segir í bókun bæjarráðsins. Undir þetta taka samtökin að hluta.Stjórn United Silicon telur hinsvegar að stöðvun verksmiðjunnar myndi ekki skila neinum árangri, meðal annars um áframhald rannsókna og hagsmuni kröfuhafa. „Umhverfisstofnun hafnaði fyrr á þessu ári beiðni United Silicon um 6 mánaða frest (sem senn líður undir lok núna þrátt fyrir að hafa aldrei verið veittur) til að koma mengunarmálum hjá sér í lag. Samtökin mótmæla því að fyrirtækinu verði veittur frekari frestur til rannsókna þar sem ekki liggur fyrir samþykki íbúa um að vera tilraundýr í slíkum rannsóknum. Málið er ósköp einfalt, annað hvort virkar verksmiðjan eða hún virkar ekki, og hefur hún ekki virkað frá því ofninn var ræst í nóvember 2016,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.Sjá einnig: Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Þá segja þau verksmiðjuna vera áhættu kröfuhafa „frá upphafi til enda“ og að þeir beri „ríka samfélagslega ábyrgð í þessu máli,“ eins og það er orðað. „Stjórn samtakanna skorar á yfirvöld að rekstur United Silicon verði stöðvaður með hagsmuni stórs hluta íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi svo koma megi í veg fyrir frekari mengun frá United Silicon og frekari skerðingu á lífsgæðum íbúanna.“
United Silicon Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira