Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 17:28 Kísilver United Silicon í Helguvík. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag stjórn Sameinaðs Silicons ehf. heimild til greiðslustöðvunar sem miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. „Vegna þessara rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lánardrottna og yfirvofandi eru aðgerðir einstakra kröfuhafa ef ekki verður brugðist við án tafar. Nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Í júlí kvað þriggja manna gerðardómur upp úrskurð þess efnis að United Silicon þyrfti að greiða verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum, ÍAV, rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Fimm dögum síðar var enn óljóst hvernig kísilverið myndi greiða umrædda upphæð. Í byrjun ágúst vildu hvorki forsvarsmenn verktakafyrirtækisins ÍAV né kísilvers United Silicon í Helguvík tjá sig um hvort kísilverið hafi verið búið að greiða ÍAV rúman einn milljarð króna í samræmi við niðurstöðu gerðardóms. „Það er mat stjórnar félagsins að með greiðslustöðvun megi skapa ráðrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri verksmiðjunnar í eðlilegt horf,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þá segir að framtíðarhorfur séu vænlegar að því tilskyldu að unnt verði að „afla aukins fjármagns, semja við lánadrottna og endurskipuleggja reksturinn.“ Nauðsynlegt hafi verið að fá heimild til greiðslustöðvunar til að freista þess að rétta við rekstur félagsins og ná samningum og samstarfi við lánadrottna.Tilkynningu Sameinaðs Silicon má lesa í heild sinni hér að neðan:Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag stjórn Sameinaðs Silicons ehf. heimild til greiðslustöðvunar sem miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna. Ástæðan eru erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík sem rekja má til síendurtekinna bilana í búnaði sem valdið hafa félaginu miklu tjóni. Vegna þessara rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lánardrottna og yfirvofandi eru aðgerðir einstakra kröfuhafa ef ekki verður brugðist við án tafar. Nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur.Hluthafar hafa frá því verksmiðjan tók til starfa lagt félaginu til viðbótarhlutafé til að fjármagna reksturinn og endurbætur á búnaði og almennri aðstöðu fyrir starfsfólk. Ljóst er að enn frekari endurbætur á búnaði og aðstöðu eru nauðsynlegar til að verksmiðjan geti framleitt afurðir í því magni og af þeim gæðum sem áætlað var í upphafi og án þeirrar lyktarmengunar sem íbúar í nágrenninu hafa kvartað undan.Það er mat stjórnar félagsins að með greiðslustöðvun megi skapa ráðrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri verksmiðjunnar í eðlilegt horf. Markaðshorfur fyrir afurðir verksmiðjunnar eru góðar og verð hefur farið hækkandi. Framtíðarhorfur eru því vænlegar að því tilskyldu að unnt verði að afla aukins fjármagns, semja við lánardrottna og endurskipuleggja reksturinn. Nauðsynlegt var að fá heimild til greiðslustöðvunar til að freista þess að rétta við rekstur félagsins og ná samningum og samstarfi við lánardrottna með það að markmiði að ná bindandi nauðasamningum.Stjórn félagsins tekur alvarlega þá ábyrgð sem fylgir því að reka stórt fyrirtæki með mikinn fjölda starfsmanna sem skapar tekjur fyrir nærsamfélagið. Nauðasamningar eru besta leiðin til að verja þau störf og tryggja að hægt sé að halda uppbyggingu starfseminnar áfram á þann veg að fyrirtækið geti starfað í samræmi við starfsleyfi og í góðri sátt við umhverfið.Nánari upplýsingar verða veittar þegar forsvarsmenn félagsins hafa fundað með aðstoðarmanni í greiðslustöðvun og þá í samráði við hann. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag stjórn Sameinaðs Silicons ehf. heimild til greiðslustöðvunar sem miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. „Vegna þessara rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lánardrottna og yfirvofandi eru aðgerðir einstakra kröfuhafa ef ekki verður brugðist við án tafar. Nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Í júlí kvað þriggja manna gerðardómur upp úrskurð þess efnis að United Silicon þyrfti að greiða verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum, ÍAV, rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Fimm dögum síðar var enn óljóst hvernig kísilverið myndi greiða umrædda upphæð. Í byrjun ágúst vildu hvorki forsvarsmenn verktakafyrirtækisins ÍAV né kísilvers United Silicon í Helguvík tjá sig um hvort kísilverið hafi verið búið að greiða ÍAV rúman einn milljarð króna í samræmi við niðurstöðu gerðardóms. „Það er mat stjórnar félagsins að með greiðslustöðvun megi skapa ráðrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri verksmiðjunnar í eðlilegt horf,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þá segir að framtíðarhorfur séu vænlegar að því tilskyldu að unnt verði að „afla aukins fjármagns, semja við lánadrottna og endurskipuleggja reksturinn.“ Nauðsynlegt hafi verið að fá heimild til greiðslustöðvunar til að freista þess að rétta við rekstur félagsins og ná samningum og samstarfi við lánadrottna.Tilkynningu Sameinaðs Silicon má lesa í heild sinni hér að neðan:Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag stjórn Sameinaðs Silicons ehf. heimild til greiðslustöðvunar sem miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna. Ástæðan eru erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík sem rekja má til síendurtekinna bilana í búnaði sem valdið hafa félaginu miklu tjóni. Vegna þessara rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lánardrottna og yfirvofandi eru aðgerðir einstakra kröfuhafa ef ekki verður brugðist við án tafar. Nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur.Hluthafar hafa frá því verksmiðjan tók til starfa lagt félaginu til viðbótarhlutafé til að fjármagna reksturinn og endurbætur á búnaði og almennri aðstöðu fyrir starfsfólk. Ljóst er að enn frekari endurbætur á búnaði og aðstöðu eru nauðsynlegar til að verksmiðjan geti framleitt afurðir í því magni og af þeim gæðum sem áætlað var í upphafi og án þeirrar lyktarmengunar sem íbúar í nágrenninu hafa kvartað undan.Það er mat stjórnar félagsins að með greiðslustöðvun megi skapa ráðrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri verksmiðjunnar í eðlilegt horf. Markaðshorfur fyrir afurðir verksmiðjunnar eru góðar og verð hefur farið hækkandi. Framtíðarhorfur eru því vænlegar að því tilskyldu að unnt verði að afla aukins fjármagns, semja við lánardrottna og endurskipuleggja reksturinn. Nauðsynlegt var að fá heimild til greiðslustöðvunar til að freista þess að rétta við rekstur félagsins og ná samningum og samstarfi við lánardrottna með það að markmiði að ná bindandi nauðasamningum.Stjórn félagsins tekur alvarlega þá ábyrgð sem fylgir því að reka stórt fyrirtæki með mikinn fjölda starfsmanna sem skapar tekjur fyrir nærsamfélagið. Nauðasamningar eru besta leiðin til að verja þau störf og tryggja að hægt sé að halda uppbyggingu starfseminnar áfram á þann veg að fyrirtækið geti starfað í samræmi við starfsleyfi og í góðri sátt við umhverfið.Nánari upplýsingar verða veittar þegar forsvarsmenn félagsins hafa fundað með aðstoðarmanni í greiðslustöðvun og þá í samráði við hann.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira