NBA-stjarna hrósaði Tryggva eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 09:00 Jonas Valanciunas og Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Samsett/Getty og Eyþór Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í körfuboltalandsleiknum á móti Litháen í gærkvöldi en þar fékk íslenski miðherjinn að glíma við öflugan leikmann úr NBA-deildinni. Jonas Valanciunas, leikmaður Toronto Raptors, var í byrjunarliði Litháens en hann hefur spilað í NBA-deildinni undanfarin fimm tímabil við góðan orðstír. Tryggvi Snær endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst og 80 prósent skotnýtingu (8 af 10). Jonas Valanciunas sjálfur var með 14 stig og 11 fráköst. Þeir vörðu báðir tvö skot. Valanciunas hrósaði íslenska landsliðsmanninum í viðtölum við blaðamenn eftir leikinn. Litháenski blaðamaðurinn Donatas Urbonas benti á þetta á Twitter.Jonas Valanciunas praised Tryggvi Hlinason after Lithuania win vs Iceland 84:62. JV had double-double (14+11), Tryggvi 19+7 pic.twitter.com/hyLxVSqSd2 — Donatas Urbonas (@Urbodo) August 23, 2017 „Hann er virkilega góður. Hann er ungur ennþá en er með góða hæð og hefur mikla möguleika. Nú er það undir honum komið að bæta við sinn leik. Ef hann bætir mikið við sinn leik þá getur hann orðið virkilega góður leikmaður. Í dag getur hann samt spilað á háu stigi,“ sagði Jonas Valanciunas um Tryggva. Það er þegar byrjað að orða Tryggva við NBA-deildina í framtíðinni eftir frábæra frammistöðu sína á EM 20 ára landsliða á dögunum og það er ekki slæmt fyrir orðsporið ef NBA-leikmenn eru farnir að tala um okkar mann líka. Valanciunas, sem er 25 ára gamall, var með 12,0 stig og 9,5 fráköst að meðaltali með Toronto Raptors liðinu á síðasta tímabili. Jonas Valanciunas þekkir það vel að vera ungur og efnilegur en miklar væntingar voru bundnar við hann og hann var valinn 19 ára gamall í NBA-deildina í nýliðavalinu 2011. Valanciunas spilaði þó ekki sinn fyrsta NBA-leik fyrr en tímabilið 2012-2013 því hann var eitt ár til viðbótar með Lietuvos rytas Vilnius. Í NBA-deildinni hefur hann bætt sinn leik mikið farið frá því að vera með 8,9 stig og 6,0 fráköst í leik á fyrsta tímabili í það að vera með meira en 12 stig og 9 fráköst að meðaltali á síðustu tveimur tímabilum. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í körfuboltalandsleiknum á móti Litháen í gærkvöldi en þar fékk íslenski miðherjinn að glíma við öflugan leikmann úr NBA-deildinni. Jonas Valanciunas, leikmaður Toronto Raptors, var í byrjunarliði Litháens en hann hefur spilað í NBA-deildinni undanfarin fimm tímabil við góðan orðstír. Tryggvi Snær endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst og 80 prósent skotnýtingu (8 af 10). Jonas Valanciunas sjálfur var með 14 stig og 11 fráköst. Þeir vörðu báðir tvö skot. Valanciunas hrósaði íslenska landsliðsmanninum í viðtölum við blaðamenn eftir leikinn. Litháenski blaðamaðurinn Donatas Urbonas benti á þetta á Twitter.Jonas Valanciunas praised Tryggvi Hlinason after Lithuania win vs Iceland 84:62. JV had double-double (14+11), Tryggvi 19+7 pic.twitter.com/hyLxVSqSd2 — Donatas Urbonas (@Urbodo) August 23, 2017 „Hann er virkilega góður. Hann er ungur ennþá en er með góða hæð og hefur mikla möguleika. Nú er það undir honum komið að bæta við sinn leik. Ef hann bætir mikið við sinn leik þá getur hann orðið virkilega góður leikmaður. Í dag getur hann samt spilað á háu stigi,“ sagði Jonas Valanciunas um Tryggva. Það er þegar byrjað að orða Tryggva við NBA-deildina í framtíðinni eftir frábæra frammistöðu sína á EM 20 ára landsliða á dögunum og það er ekki slæmt fyrir orðsporið ef NBA-leikmenn eru farnir að tala um okkar mann líka. Valanciunas, sem er 25 ára gamall, var með 12,0 stig og 9,5 fráköst að meðaltali með Toronto Raptors liðinu á síðasta tímabili. Jonas Valanciunas þekkir það vel að vera ungur og efnilegur en miklar væntingar voru bundnar við hann og hann var valinn 19 ára gamall í NBA-deildina í nýliðavalinu 2011. Valanciunas spilaði þó ekki sinn fyrsta NBA-leik fyrr en tímabilið 2012-2013 því hann var eitt ár til viðbótar með Lietuvos rytas Vilnius. Í NBA-deildinni hefur hann bætt sinn leik mikið farið frá því að vera með 8,9 stig og 6,0 fráköst í leik á fyrsta tímabili í það að vera með meira en 12 stig og 9 fráköst að meðaltali á síðustu tveimur tímabilum.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira