Leigufélag með 180 íbúðir sett í söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 08:30 Vallahverfið hefur byggst hratt upp á undanförnum árum. Vísir/GVA Eigendur leigufélagsins Vellir 15 ehf., sem á samtals um 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Til stendur að selja allt hlutafé í félaginu, en það er að stærstum hluta í eigu Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, og ÓDT ráðgjafa, sem er í eigu stærstu hluthafa hótelkeðjunnar. Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Virðingar sem hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Áætlað kaupverð fyrir allt fasteignasafnið gæti verið um 3 til 3,5 milljarðar króna. Leigufélagið á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Hverfið hefur byggst hratt upp að undanförnu og búa þar um 4.300 manns. Er stærsti hluti íbúanna fjölskyldufólk á aldrinum 21-40 ára. Fram kom í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans fyrr á árinu að fasteignaverð hafi hækkað hratt í hverfinu, samhliða aukinni uppbyggingu, en hækkunin nam til dæmis liðlega sautján prósentum árið 2015. Sé litið til áranna 2014 til 2016 hækkaði fasteignaverðið á Völlunum um hátt í þrjátíu prósent. 14,4 milljóna tap varð af rekstri Valla 15 árið 2015 og jókst tapið um rúmar tíu milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins var 718,5 milljónir í lok árs 2015 og var eiginfjárhlutfallið um 31 prósent. Átti félagið þá fasteignir sem voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í ársreikningi þess. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Sjá meira
Eigendur leigufélagsins Vellir 15 ehf., sem á samtals um 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Til stendur að selja allt hlutafé í félaginu, en það er að stærstum hluta í eigu Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, og ÓDT ráðgjafa, sem er í eigu stærstu hluthafa hótelkeðjunnar. Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Virðingar sem hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Áætlað kaupverð fyrir allt fasteignasafnið gæti verið um 3 til 3,5 milljarðar króna. Leigufélagið á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Hverfið hefur byggst hratt upp að undanförnu og búa þar um 4.300 manns. Er stærsti hluti íbúanna fjölskyldufólk á aldrinum 21-40 ára. Fram kom í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans fyrr á árinu að fasteignaverð hafi hækkað hratt í hverfinu, samhliða aukinni uppbyggingu, en hækkunin nam til dæmis liðlega sautján prósentum árið 2015. Sé litið til áranna 2014 til 2016 hækkaði fasteignaverðið á Völlunum um hátt í þrjátíu prósent. 14,4 milljóna tap varð af rekstri Valla 15 árið 2015 og jókst tapið um rúmar tíu milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins var 718,5 milljónir í lok árs 2015 og var eiginfjárhlutfallið um 31 prósent. Átti félagið þá fasteignir sem voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í ársreikningi þess. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Sjá meira