Svifryk og svartolía - dauðans alvara Þórlaug Ágústsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 1. september 2017 14:21 Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar