Magnús segir ásakanirnar rangar og tilhæfulausar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 17:07 Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótmælir alfarið þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í fjölmiðlum hér á landi í dag og í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Þar segir hann að ásakanirnar séu „rangar og tilhæfulausar.“ Frá því var greint í gær að stjórn United Silicon hefði kært hann til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Grunur leikur á að hann hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. „Mál þetta verður samt ekki rekið í fjölmiðlum og hef ég falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þeirra árása sem ég hef orðið fyrir,“ segir í tilkynningu sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Undirritaður mótmælir alfarið ásökunum sem fram hafa komið í fjölmiðlum á Íslandi í dag og í gær, sem eru rangar og tilhæfulausar. Mál þetta verður samt ekki rekið í fjölmiðlum og hef ég falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þeirra árása sem ég hef orðið fyrir. Magnús er sakaður um að hafa haldið áfram meintum svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og á hann að hafa haft samband við ítalska fyrirtækið eftir að hann hætti afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið vel gerðir og fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu svik.Fréttin hefur verið uppfærð. United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótmælir alfarið þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í fjölmiðlum hér á landi í dag og í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Þar segir hann að ásakanirnar séu „rangar og tilhæfulausar.“ Frá því var greint í gær að stjórn United Silicon hefði kært hann til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Grunur leikur á að hann hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. „Mál þetta verður samt ekki rekið í fjölmiðlum og hef ég falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þeirra árása sem ég hef orðið fyrir,“ segir í tilkynningu sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Undirritaður mótmælir alfarið ásökunum sem fram hafa komið í fjölmiðlum á Íslandi í dag og í gær, sem eru rangar og tilhæfulausar. Mál þetta verður samt ekki rekið í fjölmiðlum og hef ég falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þeirra árása sem ég hef orðið fyrir. Magnús er sakaður um að hafa haldið áfram meintum svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og á hann að hafa haft samband við ítalska fyrirtækið eftir að hann hætti afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið vel gerðir og fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu svik.Fréttin hefur verið uppfærð.
United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00