Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. september 2017 06:00 Sauðfjárbændur eru verulega uggandi yfir framtíð sinni vísir/eyþór Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55