Hefur áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2017 06:00 Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og réttargæslumaður brotaþola, furðar sig á viðhorfum Hæstaréttar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?