Frakkar hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 10:30 Frakkar hafa verið fjölmennir á vetrarólympíuleikum. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í febrúar næstkomandi. Það er allt tilbúið í Pyeongchang í Suður-Kóreu en engu að síður hafa margir miklar áhyggjur af þessum 23. vetrarólympíuleikum sögunnar. Ástæðan er spennan á Kóreuskaganum sem eykst dag frá degi vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og harðra viðbragða Bandaríkjamanna og annarra þjóða við þeim. Forráðamenn leikanna vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Kóreu þar sem fylgst er vel með stöðu mála og þeir létu það frá sér í gær að algjört forgangsatriði væri að tryggja öryggi allra á leikunum. Frakkar eru hinsvegar fyrsta keppnisþjóðin til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna leikanna sem fara fram 9. til 25. febrúar næstkomandi. Laura Flessel, íþróttamálaráðherra Frakka, sagði í gær að Frakkar myndu ekki fara á leikana í Pyeongchang nema þeir væru fullvissir um öryggi keppenda sinna. Reuters fréttastofan segir frá. „Ef ástandið versnar á Kóreuskaganum og ekki er hægt að tryggja öryggi okkar fólks þá mun franska Ólympíuliðið vera heima,“ sagði Laura Flessel. Hún bætti hinsvegar við: „Við erum samt ekki komin þangað ennþá.“ Pyeongchang er aðeins í 80 kílómetra svæði frá hlutlausa landamærasvæðinu á milli Norður og Suður Kóreu en hvergi í heiminum eru meiri hergögn á landamærum. Stríð Kóreuþjóðanna á sjötta áratugnum lauk aldrei þó að vopnahlé hafi staðið frá 1953. Frakkar eru langt frá því að vera eina þjóðin sem hefur áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaganum en eins og er þá fylgjast allir vel með og spara allar yfirlýsingar þar til síðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira