Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 10:26 Aukinn kraftur virðist hafa færst í rannsókn Mueller undanfarnar vikur. Trump hefur lýst henni sem ofsóknum á hendur sér. Vísir/AFP Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03