Costco hefur engar áætlanir um að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 12:30 Vöruhús Costco í Garðabæ. Vísir/Ernir Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna. Costco Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna.
Costco Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira