Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 10:49 Trump og Weinstein með Melaniu Trump og Georginu Chapman árið 2009. Vísir/AFP Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“. Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“.
Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08