Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 22:25 Weinstein hélt trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Vísir/AFP Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira