Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 11:00 Harvey Weinstein og Ramola Garai áttu fund þegar hún var 18 ára gömul og reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndabransanum. Hún segir fundinn hafa verið niðurlægjandi. vísir/getty Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08