Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 18:46 Veselnitskaya neitaði New York Times um viðtal í tengslum við fréttina. Vísir/AFP „Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
„Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46