Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 12:14 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra en hætti þegar ásakanir um óeðlilegar greiðslur frá aðilum tengdum Rússum komu fram. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45
Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57