Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Bónus hefur greinilega lækkað vöruverð sitt töluvert á fjölda vörutegunda frá opnun Costco. vísir/eyþór Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30