Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 07:22 "Ég býð 46 milljarða!“ gæti þessi verið að segja. Vísir/AFP Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í gærkvöldi dýrasta málverk sögunnar. Verkið var boðið upp hjá Christie's í New York og var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Lágmarksboð uppboðshússins var 100 milljónir bandaríkjadala og var boðið í verkið í rúmlega 20 mínútur. Hæstbjóðandi var ekki viðstaddur uppboðið og fylgdist hann með gangi mála í gegnum síma. Mikill fögnuður braust út þegar verkið var að lokum slegið. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem útleggst sem Frelsari heimsins, sem selt var í gær. Talið er að verkið hafi verið málað eftir 1505 og er því rúmlega 500 ára gamalt. Á málverkinu sést Jesús haldandi á glerkúlu og bendandi til himins. Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Haft er eftir einum gangrýnanda á vef breska ríkisútvarpsins að svo virðist sem margoft hafi verið byrjað á verkinu og svo oft málað yfir það að það líti út fyrir að vera „bæði gamalt og nýtt á sama tíma.“ „Safnari sem lætur plata sig í að kaupa verkið og setur það í íbúðina sína eða ofan á arinhilluna á það hreinlega skilið.“Dýrasta málverk sögunnar, gjöriði svo vel.Vísir/gettyUppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir da Vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala Það var slegið á rúmar 450 milljónir dala sem fyrr segir og er því dýrasta málverk allra tíma. Fram að því var dýrasta verkið eftir Willem de Kooning, Víxlun eða Interchange, sem seldist á 300 milljónir dala árið 2015. Tengdar fréttir Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í gærkvöldi dýrasta málverk sögunnar. Verkið var boðið upp hjá Christie's í New York og var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Lágmarksboð uppboðshússins var 100 milljónir bandaríkjadala og var boðið í verkið í rúmlega 20 mínútur. Hæstbjóðandi var ekki viðstaddur uppboðið og fylgdist hann með gangi mála í gegnum síma. Mikill fögnuður braust út þegar verkið var að lokum slegið. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem útleggst sem Frelsari heimsins, sem selt var í gær. Talið er að verkið hafi verið málað eftir 1505 og er því rúmlega 500 ára gamalt. Á málverkinu sést Jesús haldandi á glerkúlu og bendandi til himins. Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Haft er eftir einum gangrýnanda á vef breska ríkisútvarpsins að svo virðist sem margoft hafi verið byrjað á verkinu og svo oft málað yfir það að það líti út fyrir að vera „bæði gamalt og nýtt á sama tíma.“ „Safnari sem lætur plata sig í að kaupa verkið og setur það í íbúðina sína eða ofan á arinhilluna á það hreinlega skilið.“Dýrasta málverk sögunnar, gjöriði svo vel.Vísir/gettyUppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir da Vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala Það var slegið á rúmar 450 milljónir dala sem fyrr segir og er því dýrasta málverk allra tíma. Fram að því var dýrasta verkið eftir Willem de Kooning, Víxlun eða Interchange, sem seldist á 300 milljónir dala árið 2015.
Tengdar fréttir Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent