Katrín: Allir flokkar hafa drauma, langanir og þrár varðandi ráðuneyti Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. nóvember 2017 19:25 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent