Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 10. nóvember 2017 10:52 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við komuna í Valhöll í morgun. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58
Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38