Maðurinn grunaður um árásina í New York segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2017 23:30 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00
Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17