Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 09:42 Flynn á landsfundi repúblikana í fyrra þar sem hann leiddi viðstadda í að hrópa slagorð um að fangelsa Hillary Clinton. Nú er það hins vegar Flynn sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Vísir/AFP Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30