Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:41 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. Frá þessu greinir CNN. Þar segir að Flynn hafi logið að FBI um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta. Flynn mun mæta fyrir dómara síðar í dag og hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum að hann muni játa sök. Flynn er fyrsti einstaklingurinn úr ríkisstjórn Trump sem saksóknarinn Robert Mueller ákærir. Áður hafa þrír sem störfuðu við kosningabaráttu Trump verið ákærðir, meðal annars kosningastjórinn Paul Manafort. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna. Heimildarmaður New York Times segir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa verið yfirheyrðir vegna Flynn að undanförnu, meðan allars Jared Kushner, tengdasonur Trump. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.BREAKING: Michael Flynn charged with making false statement to FBI https://t.co/nwAMpHZanh https://t.co/qo1Zv2TrrU— CNN (@CNN) December 1, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. Frá þessu greinir CNN. Þar segir að Flynn hafi logið að FBI um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta. Flynn mun mæta fyrir dómara síðar í dag og hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum að hann muni játa sök. Flynn er fyrsti einstaklingurinn úr ríkisstjórn Trump sem saksóknarinn Robert Mueller ákærir. Áður hafa þrír sem störfuðu við kosningabaráttu Trump verið ákærðir, meðal annars kosningastjórinn Paul Manafort. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna. Heimildarmaður New York Times segir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa verið yfirheyrðir vegna Flynn að undanförnu, meðan allars Jared Kushner, tengdasonur Trump. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.BREAKING: Michael Flynn charged with making false statement to FBI https://t.co/nwAMpHZanh https://t.co/qo1Zv2TrrU— CNN (@CNN) December 1, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47