Lögreglan lokar veginum um Heiðmörk vegna hálku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:22 Úr Heiðmörk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30