Ár þar sem allt fór samkvæmt áætlun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2017 06:00 Thelma Björg Björnsdóttir og Helgi Sveinsson með viðurkenningar sínar. Fréttablaðið/Anton Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Aðrar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira