Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gengið áfallalaust fyrir sig í hríðarveðri Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 22:37 Frá Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Vísir Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig. Samgöngur Veður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira