Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 18:30 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. Formaður nefndarinnar segir bagalegt að vinnubrögð dómsmálaráðherra skuli veikja traust á nýju dómstigi. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína enda hafi hún endurnýjað umboð sitt frá kjósendum í kosningunum í október. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við nýjan Landsrétt síðast liðið vor. En ráðherra skipti út fjórum þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta og sett aðra fjóra umsækjendur á listann, sem síðan var samþykktur eftir heitar umræður á Alþingi hinn 1. júní. Hæstiréttur dæmdi tveimur þeirra sem ekki fengu skipan í embætti 700 þúsund krónur í miskabætur í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál á sérstökum fundi í dag. Það vekur athygli að fulltrúar allra flokka í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vilja að nefndin skoði betur stjórnsýslu dómsmálaráðherrans í þessu máli. Nefndin mun fara á fullt í málið eftir áramót.Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndarmenn alla hafa fallist var á tillögu Pírata í nefndinni um að kalla eftir öllum gögnum málsins í dómsmálaráðuneytinu. „Í öðru lagi að fá fyrir nefndina sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipulega stöðu ráðherra í kjölfar þessa dóms. Stöðu þingsins sem samþykkti tillögu ráðherra. En líka kannski að fá ráðleggingar varðandi það hverjir eiga að fara í að setja regluverk í framhaldinu um bæði hlutverk ráðherra og Alþingis við skipan dómara,“ segir Helga Vala. En þar telur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sig hafa hlutverki að gegna. Ekki hafi annað hvarflað að henni við mat á dómaraefnum en hún gæti lagt vinnu dómnefndar til grundvallar ákvörðunar sinnar. En Hæstiréttur segir að ráðherra hafi borið að rannsaka umsækjendur með sjálfstæðum hætti. „En ég mun þá í kjölfarið setja á reglur um það hvernig þeirri vinnu verður háttað af hálfu ráðherra, í þeim tilvikum þegar ráðherra ætlar að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ segir Sigríður. Ekki sé deilt um að ráðherra geti gert það.Dómsmálaráðherra segist hafa endurnýjað umboð kjósendaSigríður segir að legið hafi fyrir að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar síðast liðið vor. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherra sitja í skjóli þingsins. „Það er kannski forsætisráðherra svolítið að meta hvort hún treystir dómsmálaráðherra í framhaldinu af svo afdráttarlausum dómi,“ segir Helga Vala. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína í ráðherrastóli vegna þessa máls. „Nei, nei. Ég er fyrir það fyrsta búin að endurnýja umboð mitt hjá kjósendum. Það lá auðvitað fyrir héraðsdómur að þessu leyti, að nokkru leyti svipaður löngu fyrir kosningar. Ég hef nú endurnýjað umboð mitt og þar fyrir utan er ég ekki fyrsti ráðherrann og alveg örugglega ekki sá síðasti sem er aðili að máli þar sem kannski er komist að þeirri niðurstöðu að athafnir hafi ekki alveg verið í samræmi við lög,“ segir Sigríður og bendir á að þarna hafi í fyrsta sinn reynt á ný lög um dómstóla. Ef til vill þurfi Alþingi að koma að lagabreytingum eftir þennan dóm um skipan fyrstu dómarana á nýju dómstigi. Helga Vala segir að sem lögmanni finnist henni dómur Hæstaréttar afdráttarlaus. „Og það er mjög bagalegt að það sé verið að veikja traust almennings á svo mikilvægri stofnun í samfélaginu,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. Formaður nefndarinnar segir bagalegt að vinnubrögð dómsmálaráðherra skuli veikja traust á nýju dómstigi. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína enda hafi hún endurnýjað umboð sitt frá kjósendum í kosningunum í október. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við nýjan Landsrétt síðast liðið vor. En ráðherra skipti út fjórum þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta og sett aðra fjóra umsækjendur á listann, sem síðan var samþykktur eftir heitar umræður á Alþingi hinn 1. júní. Hæstiréttur dæmdi tveimur þeirra sem ekki fengu skipan í embætti 700 þúsund krónur í miskabætur í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál á sérstökum fundi í dag. Það vekur athygli að fulltrúar allra flokka í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vilja að nefndin skoði betur stjórnsýslu dómsmálaráðherrans í þessu máli. Nefndin mun fara á fullt í málið eftir áramót.Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndarmenn alla hafa fallist var á tillögu Pírata í nefndinni um að kalla eftir öllum gögnum málsins í dómsmálaráðuneytinu. „Í öðru lagi að fá fyrir nefndina sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipulega stöðu ráðherra í kjölfar þessa dóms. Stöðu þingsins sem samþykkti tillögu ráðherra. En líka kannski að fá ráðleggingar varðandi það hverjir eiga að fara í að setja regluverk í framhaldinu um bæði hlutverk ráðherra og Alþingis við skipan dómara,“ segir Helga Vala. En þar telur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sig hafa hlutverki að gegna. Ekki hafi annað hvarflað að henni við mat á dómaraefnum en hún gæti lagt vinnu dómnefndar til grundvallar ákvörðunar sinnar. En Hæstiréttur segir að ráðherra hafi borið að rannsaka umsækjendur með sjálfstæðum hætti. „En ég mun þá í kjölfarið setja á reglur um það hvernig þeirri vinnu verður háttað af hálfu ráðherra, í þeim tilvikum þegar ráðherra ætlar að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ segir Sigríður. Ekki sé deilt um að ráðherra geti gert það.Dómsmálaráðherra segist hafa endurnýjað umboð kjósendaSigríður segir að legið hafi fyrir að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar síðast liðið vor. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherra sitja í skjóli þingsins. „Það er kannski forsætisráðherra svolítið að meta hvort hún treystir dómsmálaráðherra í framhaldinu af svo afdráttarlausum dómi,“ segir Helga Vala. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína í ráðherrastóli vegna þessa máls. „Nei, nei. Ég er fyrir það fyrsta búin að endurnýja umboð mitt hjá kjósendum. Það lá auðvitað fyrir héraðsdómur að þessu leyti, að nokkru leyti svipaður löngu fyrir kosningar. Ég hef nú endurnýjað umboð mitt og þar fyrir utan er ég ekki fyrsti ráðherrann og alveg örugglega ekki sá síðasti sem er aðili að máli þar sem kannski er komist að þeirri niðurstöðu að athafnir hafi ekki alveg verið í samræmi við lög,“ segir Sigríður og bendir á að þarna hafi í fyrsta sinn reynt á ný lög um dómstóla. Ef til vill þurfi Alþingi að koma að lagabreytingum eftir þennan dóm um skipan fyrstu dómarana á nýju dómstigi. Helga Vala segir að sem lögmanni finnist henni dómur Hæstaréttar afdráttarlaus. „Og það er mjög bagalegt að það sé verið að veikja traust almennings á svo mikilvægri stofnun í samfélaginu,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00