Hvíta húsið múlbatt Bannon Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:43 Steven Bannon sést hér ganga af fundi nefndarinnar. Vísir/Getty Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52