Líf Elizu Dushku var í höndum níðingsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 10:33 True Lies stjarnan stígur fram til þess að öðlast frið. Visir/getty Leikkonan Eliza Dushku greinir á Facebooksíðu sinni frá hræðilegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi Joel Kramer en hann fór fyrir öllum áhættuatriðunum í kvikmyndinni True Lies sem kom út árið 1994. Kramer var falið að útfæra áhættuatriðin og að tryggja öryggi allra leikaranna. Í stað þess að vernda Elizu, sem var tólf ára þegar hún lék í myndinni, segir hún að Kramer hafi misnotað sig kynferðislega. Hann var þá þrjátíu og sex ára. Nú þegar tuttugu og fimm ár eru liðin stígur leikkonan fram með sína reynslusögu til þess að öðlast frið. „Ég er þakklát þeim konum sem ruddu veginn fyrir mig á liðnum mánuðum. Sístækkandi listi þolenda sem segja frá kynferðislegri misbeitingu hefur orðið til þess að ég þori nú að stíga fram. Það hefur gert mig örþreytta að byrgja þetta inni í mér öll þessi ár,“ segir Eliza. Líf Elizu var bókstaflega í höndum Kramers „Svo það komi skilmerkilega fram þá var Joel Kramer ábyrgur fyrir öryggi mínu á meðan á tökum á True Lies stóðu yfir. Þetta var kvikmynd sem braut blað í sögu hasarmynda hvað varðar áhættuatriði. Líf mitt var bókstaflega í hans höndum,“ segir Eliza sem gerir grein fyrir erfiðum aðstæðum. Eliza segir að Kramer hafi markvisst unnið að því að ávinna sér traust hjá henni með því að fullvissa hana um hennar ágæti. Hún væri einstök. Hann hafi gengið svo langt að ávinna sér traust hjá foreldrum hennar. Með því hafi hann undirbúið jarðveginn fyrir misnotkun. Kynferðisleg misnotkun á hótelherbergi í Miami Fyrir tuttugu og fimm árum síðan segir Eliza að Joel Kramer hafi náð að lokka sig inn á hótelherbergi með sér á Miami. Þegar þau hafi komið inn á herbergið hafi Kramer dregið fyrir gluggana, slökkt ljósin, kveikt á sjónvarpinu og sett loftræstikerfið í hæsta styrk. Hann hafi síðan farið inn á baðherbergi og snúið aftur nakinn með lítið handklæði um sig miðjan. Eliza segir frá því þegar hann kom henni fyrir á rúminu og lagðist við hlið hennar. Hann hafi síðan nuddað sér upp við líkama hennar og sagt: „Þú ætlar þó ekki að sofna elskan. Hættu að þykjast vera sofandi.“ Þegar hann hafi lokið sér af hafi hann varað hana við því að segja frá. Vonsvikin með hina fullorðnu á tökustað „En af hverju að stíga fram núna? Ég var tólf ára, hann var þrjátíu og sex ára. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Hvers vegna vakti níðingsháttur hans á tökustað ekki furðu hjá neinum fullorðnum á svæðinu? Fannst engum skrítin þessi sérstaka athygli sem hann veitti mér? Það var mjög snemma í ferlinu sem hann gaf mér gælunafnið „fangelsisbeita“ eða „jailbait“ og hann kallaði mig þetta fyrir framan aðra og á þessu tíma man ég eftir að hafa spurt bróður minn hvað þetta þýddi,“ segir Eliza sem er vonsvikin með aðgerðaleysi þeirra sem áttu að vita betur. Hún segist þó í gegnum tíðina hafa öðlast aukinn skilning á þeim valdatengslum sem dragi oft úr undirmönnum. Það sé þeim erfitt að uppljóstra um einstaklinga sem eru við völd. Eliza segist vita hversu erfitt það hlýtur að vera að grípa inn í en engu að síður hafi hún einungis verið varnarlaust barn. Eliza segist hafa átt í miklu basli í sínu lífi eftir þessa árás. Hún hafi á stundum velt því fyrir sér hvernig líf hennar hefði orðið ef einhver fullorðinn sem var á tökustað hefði gripið í taumana og komið henni til varnar áður en Kramer náði að lokka hana inn á hótelherbergið. „Með því að deila þessum orðum með ykkur – að loksins draga ofbeldismanninn til ábyrgðar með því að nafngreina hann opinberlega – er ég að hefja nýjan kafla sem ég kalla kyrrð,“ eru lokaorð Elizu í stöðuuppfærslunni. Hér að neðan er stikla umræddrar kvikmyndar, True Lies. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Leikkonan Eliza Dushku greinir á Facebooksíðu sinni frá hræðilegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi Joel Kramer en hann fór fyrir öllum áhættuatriðunum í kvikmyndinni True Lies sem kom út árið 1994. Kramer var falið að útfæra áhættuatriðin og að tryggja öryggi allra leikaranna. Í stað þess að vernda Elizu, sem var tólf ára þegar hún lék í myndinni, segir hún að Kramer hafi misnotað sig kynferðislega. Hann var þá þrjátíu og sex ára. Nú þegar tuttugu og fimm ár eru liðin stígur leikkonan fram með sína reynslusögu til þess að öðlast frið. „Ég er þakklát þeim konum sem ruddu veginn fyrir mig á liðnum mánuðum. Sístækkandi listi þolenda sem segja frá kynferðislegri misbeitingu hefur orðið til þess að ég þori nú að stíga fram. Það hefur gert mig örþreytta að byrgja þetta inni í mér öll þessi ár,“ segir Eliza. Líf Elizu var bókstaflega í höndum Kramers „Svo það komi skilmerkilega fram þá var Joel Kramer ábyrgur fyrir öryggi mínu á meðan á tökum á True Lies stóðu yfir. Þetta var kvikmynd sem braut blað í sögu hasarmynda hvað varðar áhættuatriði. Líf mitt var bókstaflega í hans höndum,“ segir Eliza sem gerir grein fyrir erfiðum aðstæðum. Eliza segir að Kramer hafi markvisst unnið að því að ávinna sér traust hjá henni með því að fullvissa hana um hennar ágæti. Hún væri einstök. Hann hafi gengið svo langt að ávinna sér traust hjá foreldrum hennar. Með því hafi hann undirbúið jarðveginn fyrir misnotkun. Kynferðisleg misnotkun á hótelherbergi í Miami Fyrir tuttugu og fimm árum síðan segir Eliza að Joel Kramer hafi náð að lokka sig inn á hótelherbergi með sér á Miami. Þegar þau hafi komið inn á herbergið hafi Kramer dregið fyrir gluggana, slökkt ljósin, kveikt á sjónvarpinu og sett loftræstikerfið í hæsta styrk. Hann hafi síðan farið inn á baðherbergi og snúið aftur nakinn með lítið handklæði um sig miðjan. Eliza segir frá því þegar hann kom henni fyrir á rúminu og lagðist við hlið hennar. Hann hafi síðan nuddað sér upp við líkama hennar og sagt: „Þú ætlar þó ekki að sofna elskan. Hættu að þykjast vera sofandi.“ Þegar hann hafi lokið sér af hafi hann varað hana við því að segja frá. Vonsvikin með hina fullorðnu á tökustað „En af hverju að stíga fram núna? Ég var tólf ára, hann var þrjátíu og sex ára. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Hvers vegna vakti níðingsháttur hans á tökustað ekki furðu hjá neinum fullorðnum á svæðinu? Fannst engum skrítin þessi sérstaka athygli sem hann veitti mér? Það var mjög snemma í ferlinu sem hann gaf mér gælunafnið „fangelsisbeita“ eða „jailbait“ og hann kallaði mig þetta fyrir framan aðra og á þessu tíma man ég eftir að hafa spurt bróður minn hvað þetta þýddi,“ segir Eliza sem er vonsvikin með aðgerðaleysi þeirra sem áttu að vita betur. Hún segist þó í gegnum tíðina hafa öðlast aukinn skilning á þeim valdatengslum sem dragi oft úr undirmönnum. Það sé þeim erfitt að uppljóstra um einstaklinga sem eru við völd. Eliza segist vita hversu erfitt það hlýtur að vera að grípa inn í en engu að síður hafi hún einungis verið varnarlaust barn. Eliza segist hafa átt í miklu basli í sínu lífi eftir þessa árás. Hún hafi á stundum velt því fyrir sér hvernig líf hennar hefði orðið ef einhver fullorðinn sem var á tökustað hefði gripið í taumana og komið henni til varnar áður en Kramer náði að lokka hana inn á hótelherbergið. „Með því að deila þessum orðum með ykkur – að loksins draga ofbeldismanninn til ábyrgðar með því að nafngreina hann opinberlega – er ég að hefja nýjan kafla sem ég kalla kyrrð,“ eru lokaorð Elizu í stöðuuppfærslunni. Hér að neðan er stikla umræddrar kvikmyndar, True Lies.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira