Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 11:20 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpar sex vikur. Hann neitar sök. Vísir/Sigurjón Landsréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem sterklega grunaður er um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið í varðhaldi síðan í byrjun desember. Hann var handtekinn 3. desember og gefið að sök að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína. Lögregla mætti á svæðið eftir að tilkynnt var um mikil öskur frá konu fyrir utan hús í Holtunum í Reykjavík. Í fyrri gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar kom fram að tvö vitni hefðu verið að öskrum konunnar. Annað vitnið hefði heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kvaðst hafa séð stúlku sem hefði átt erfitt með að ná andanum. Lögreglan hefur grun um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað, og gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Hann kom til landsins árið 2012 og er hann talinn hafa gefið yfirvöldum rangar upplýsingar.Rannsókn lögreglu lokið Í málinu liggi fyrir skýrsla Sebastian Kunz réttarmeinafræðings sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslu hans segir meðal annars svo: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Rannsókn lögreglu er lokið og er málið á borði héraðssaksóknara þar sem tekin verður ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu.Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Landsréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem sterklega grunaður er um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið í varðhaldi síðan í byrjun desember. Hann var handtekinn 3. desember og gefið að sök að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína. Lögregla mætti á svæðið eftir að tilkynnt var um mikil öskur frá konu fyrir utan hús í Holtunum í Reykjavík. Í fyrri gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar kom fram að tvö vitni hefðu verið að öskrum konunnar. Annað vitnið hefði heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kvaðst hafa séð stúlku sem hefði átt erfitt með að ná andanum. Lögreglan hefur grun um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað, og gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Hann kom til landsins árið 2012 og er hann talinn hafa gefið yfirvöldum rangar upplýsingar.Rannsókn lögreglu lokið Í málinu liggi fyrir skýrsla Sebastian Kunz réttarmeinafræðings sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslu hans segir meðal annars svo: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Rannsókn lögreglu er lokið og er málið á borði héraðssaksóknara þar sem tekin verður ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu.Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42