Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2018 07:15 Betur má ef duga skal, segir lögregla, sem ætlar að spýta í lófana í þessum efnum og leggja meiri áherslu á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Fréttablaðið/Stefán Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08
Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15