Banaslysið í Jökulsárlóni: Skipstjórinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 15:32 Þegar horft er aftur eftir bátnum eru bekkir, handrið, björgunarbátur, púströr og farþegar sem geta skyggt á útsýni skipstjóra, segir skýrslu rannsóknarnefndar Samgönguslysa. Skýrsla RNSA Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var ákærður af Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn var skipstjóri á hjólabátnum Jaka sem bakkað var yfir kanadíska konu við Jökulsárlón sumarið 2015 með þeim afleiðingum að konan lést. Skipstjórinn var sviptur réttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða málskostnað upp á um tvær milljónir króna. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna en hann var kveðinn upp síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skiptstjórinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í ákærunni var skipstjórinn sakaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis. Málið var tvö ár í rannsókn hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út sumarið 2015. Hálfu ári síðar hefur verið kveðinn upp dómur. Þegar slysið átti sér stað fylgdist fjölskyldan með þyrlu lenda á malarsvæði fyrir aftan bátinn. Það var þá sem skipstjórinn bakkaði, án þess að líta aftur fyrir sig.Treysti alfarið á aðstoðarmann Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að skipstjórinn hefði verið réttindalaus og alfarið treyst á aðstoðarmann sem gaf honum merki um að í lagi væri að bakka. Þar kemur einnig fram að fólkið hefði ekki heyrt í bátnum þar sem hávaðinn frá þyrlunni yfirgnæfði hljóðið. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í nóvember. Þar bar meðal annars vitni eiginmaður konunnar sem lést. Hann lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hefði legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið ók rétt fram hjá nefinu á honum. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sagði konuna hafa sýnt vítavert gáleysi Í greinargerð verjanda skipstjórans, sem lögð var fyrir dóminn, var því haldið fram að konan hefði ekki orðið undir bátnum vegna aðgæsluleysis mannsins heldur benti flest til þess að það væri vegna vítaverðs gáleysis konunnar. Með því að vera á bátaplaninu í akstursleið bátanna, stöðva þar og einblína á þyrlu án þess að gæta að því að hún væri stödd á svæði þar sem akstur hjólabáta færi fram. Þá kom fram að bakkmyndavél á bátnum var biluð sem skipstjórinn sagði til marks um andvaraleysi sem ríkt hafi í öryggismálum. Auk þess væri ekki rétt sem fram hefði komið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar varðandi réttindi hans því hann hefði réttindi til að stjórna skipum allt að tólf metra á lengd. Hjólabáturinn var 10,6 metrar að lengd. Þyngsta mögulega refsing fyrir manndráp af gáleysi er sex ára fangelsi. Dómsmál Tengdar fréttir Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var ákærður af Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn var skipstjóri á hjólabátnum Jaka sem bakkað var yfir kanadíska konu við Jökulsárlón sumarið 2015 með þeim afleiðingum að konan lést. Skipstjórinn var sviptur réttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða málskostnað upp á um tvær milljónir króna. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna en hann var kveðinn upp síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skiptstjórinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í ákærunni var skipstjórinn sakaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis. Málið var tvö ár í rannsókn hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út sumarið 2015. Hálfu ári síðar hefur verið kveðinn upp dómur. Þegar slysið átti sér stað fylgdist fjölskyldan með þyrlu lenda á malarsvæði fyrir aftan bátinn. Það var þá sem skipstjórinn bakkaði, án þess að líta aftur fyrir sig.Treysti alfarið á aðstoðarmann Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að skipstjórinn hefði verið réttindalaus og alfarið treyst á aðstoðarmann sem gaf honum merki um að í lagi væri að bakka. Þar kemur einnig fram að fólkið hefði ekki heyrt í bátnum þar sem hávaðinn frá þyrlunni yfirgnæfði hljóðið. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í nóvember. Þar bar meðal annars vitni eiginmaður konunnar sem lést. Hann lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hefði legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið ók rétt fram hjá nefinu á honum. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sagði konuna hafa sýnt vítavert gáleysi Í greinargerð verjanda skipstjórans, sem lögð var fyrir dóminn, var því haldið fram að konan hefði ekki orðið undir bátnum vegna aðgæsluleysis mannsins heldur benti flest til þess að það væri vegna vítaverðs gáleysis konunnar. Með því að vera á bátaplaninu í akstursleið bátanna, stöðva þar og einblína á þyrlu án þess að gæta að því að hún væri stödd á svæði þar sem akstur hjólabáta færi fram. Þá kom fram að bakkmyndavél á bátnum var biluð sem skipstjórinn sagði til marks um andvaraleysi sem ríkt hafi í öryggismálum. Auk þess væri ekki rétt sem fram hefði komið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar varðandi réttindi hans því hann hefði réttindi til að stjórna skipum allt að tólf metra á lengd. Hjólabáturinn var 10,6 metrar að lengd. Þyngsta mögulega refsing fyrir manndráp af gáleysi er sex ára fangelsi.
Dómsmál Tengdar fréttir Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39