Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51