Rússar stofnuðu á annað hundrað Facebook-viðburða fyrir bandarísku forsetakosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 20:03 Útsendarar rússneskra stjórnvalda greiddu fyrir Facebook-færslur í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Markmiðið var að ala á sundrungu bandarísku þjóðarinnar. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52
Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52
Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“