3,5 árs fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm ára dóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 15:42 Frásögn stúlkunnar, meðal annars í Barnahúsi, þótti afar trúverðug og sannfærandi miðað við aldur hennar. Vísir/Valli Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira