Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 24. janúar 2018 07:30 Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað síðar á árinu, líklegast öðrum hvorum megin við páska í byrjun apríl. Kaupþing vill halda eftir um 30 prósenta hlut í bankanum fyrir hlutafjárútboðið. Vísir/Stefán Eignarhaldsfélagið Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í þessari viku. Sjóðirnir munu fá frest til að taka afstöðu til tilboðsins fram að birtingu ársreiknings bankans, þann 14. febrúar, en að honum liðnum mun tilboðið taka breytingum og verðið hækka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilboðið verður rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans samkvæmt níu mánaða uppgjöri Arion banka á síðasta ári. Það gætt þýtt að fimm prósenta hlutur í bankanum verði að lágmarki seldur fyrir um níu milljarða króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er því haldið opnu í tilboðinu hversu stóran hlut sjóðunum býðst að kaupa í bankanum en hann yrði að lágmarki fimm prósent. Ef áhugi er fyrir því af hálfu sjóðanna að kaupa stærri hlut yrði það líklega á hærra gengi. Vilji Kaupþings, sem nýtur ráðgjafar Kviku fjárfestingarbanka í viðræðunum, stendur til þess að halda eftir að minnsta kosti 30 prósenta hlut – en félagið á 57,4 prósent í Arion banka – fyrir áformað hlutafjárútboð og skráningu bankans á markað sem stefnt er á að ráðast í síðar á árinu, líklegast öðrum hvorum megin við páska í byrjun apríl. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki tekið möguleg kaup á hlut í bankanum til umfjöllunar með formlegum hætti. Heimildir Markaðarins herma að sumir af stærstu sjóðunum telji hverfandi líkur á því að þeir taki afstöðu til tilboðsins fyrir 14. febrúar. Það er undir hverjum og einum sjóði komið hvort hann gengur að tilboði Kaupþings, en þó þykir ljóst að afstaða stærstu sjóðanna mun hafa veigamikil áhrif á ákvörðun minni sjóðanna.Ræða við tryggingafélögin Eins og Markaðurinn hefur greint frá hafa fulltrúar Kviku fundað með sumum af stærstu lífeyrissjóðum landsins síðustu tvær vikur í kjölfar þess að fjárfestingarbankinn hafði í byrjun ársins sent bréf til um fimmtán sjóða þar sem þeim var boðið að hefja viðræður um kaup á litlum hluta í Arion banka. Fulltrúar fjárfestingarbankans hafa auk þess fundað með stjórnendum íslensku tryggingafélaganna í sama skyni en þær viðræður eru skemmra á veg komnar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Marínó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku, er helsti milliliður bankans í viðræðunum við lífeyrissjóðina en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Aðeins rúmir tíu mánuðir eru liðnir síðan slitnaði upp úr viðræðum Kaupþings og lífeyrissjóðanna en þeir höfðu þá áformað að kaupa um 20 til 25 prósenta hlut í Arion banka. Ekkert varð hins vegar af þeim kaupum þegar í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30 prósenta hlut í bankanum til þriggja erlendra vogunarsjóða og Goldman Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka. Sá kaupréttur var aðeins nýttur að mjög litlum hluta, en Attestor Capital bætti við sig um 0,44 prósenta hlut í september síðastliðnum. Eins og fram hefur komið í Markaðinum samþykkti Kaupþing að greiða beinan útlagðan kostnað lífeyrissjóðanna, sem hafði fallið til í tengslum við viðræðurnar, samtals að fjárhæð um 60 milljónir króna.Fundað með stjórnvöldum Á meðal þess sem Kaupþing þarf að ná samkomulagi um við nýja ríkisstjórn – áður en Arion banki verður skráður á markað – er endurskoðun á mögulegum forkaupsrétti ríkisins ef hlutur í bankanum er seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa, að því er heimildir Markaðarins herma, fundað með fulltrúum stjórnvalda að undanförnu um málið og er það sagt í vinnslu. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í þessari viku. Sjóðirnir munu fá frest til að taka afstöðu til tilboðsins fram að birtingu ársreiknings bankans, þann 14. febrúar, en að honum liðnum mun tilboðið taka breytingum og verðið hækka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilboðið verður rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans samkvæmt níu mánaða uppgjöri Arion banka á síðasta ári. Það gætt þýtt að fimm prósenta hlutur í bankanum verði að lágmarki seldur fyrir um níu milljarða króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er því haldið opnu í tilboðinu hversu stóran hlut sjóðunum býðst að kaupa í bankanum en hann yrði að lágmarki fimm prósent. Ef áhugi er fyrir því af hálfu sjóðanna að kaupa stærri hlut yrði það líklega á hærra gengi. Vilji Kaupþings, sem nýtur ráðgjafar Kviku fjárfestingarbanka í viðræðunum, stendur til þess að halda eftir að minnsta kosti 30 prósenta hlut – en félagið á 57,4 prósent í Arion banka – fyrir áformað hlutafjárútboð og skráningu bankans á markað sem stefnt er á að ráðast í síðar á árinu, líklegast öðrum hvorum megin við páska í byrjun apríl. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki tekið möguleg kaup á hlut í bankanum til umfjöllunar með formlegum hætti. Heimildir Markaðarins herma að sumir af stærstu sjóðunum telji hverfandi líkur á því að þeir taki afstöðu til tilboðsins fyrir 14. febrúar. Það er undir hverjum og einum sjóði komið hvort hann gengur að tilboði Kaupþings, en þó þykir ljóst að afstaða stærstu sjóðanna mun hafa veigamikil áhrif á ákvörðun minni sjóðanna.Ræða við tryggingafélögin Eins og Markaðurinn hefur greint frá hafa fulltrúar Kviku fundað með sumum af stærstu lífeyrissjóðum landsins síðustu tvær vikur í kjölfar þess að fjárfestingarbankinn hafði í byrjun ársins sent bréf til um fimmtán sjóða þar sem þeim var boðið að hefja viðræður um kaup á litlum hluta í Arion banka. Fulltrúar fjárfestingarbankans hafa auk þess fundað með stjórnendum íslensku tryggingafélaganna í sama skyni en þær viðræður eru skemmra á veg komnar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Marínó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku, er helsti milliliður bankans í viðræðunum við lífeyrissjóðina en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Aðeins rúmir tíu mánuðir eru liðnir síðan slitnaði upp úr viðræðum Kaupþings og lífeyrissjóðanna en þeir höfðu þá áformað að kaupa um 20 til 25 prósenta hlut í Arion banka. Ekkert varð hins vegar af þeim kaupum þegar í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30 prósenta hlut í bankanum til þriggja erlendra vogunarsjóða og Goldman Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka. Sá kaupréttur var aðeins nýttur að mjög litlum hluta, en Attestor Capital bætti við sig um 0,44 prósenta hlut í september síðastliðnum. Eins og fram hefur komið í Markaðinum samþykkti Kaupþing að greiða beinan útlagðan kostnað lífeyrissjóðanna, sem hafði fallið til í tengslum við viðræðurnar, samtals að fjárhæð um 60 milljónir króna.Fundað með stjórnvöldum Á meðal þess sem Kaupþing þarf að ná samkomulagi um við nýja ríkisstjórn – áður en Arion banki verður skráður á markað – er endurskoðun á mögulegum forkaupsrétti ríkisins ef hlutur í bankanum er seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa, að því er heimildir Markaðarins herma, fundað með fulltrúum stjórnvalda að undanförnu um málið og er það sagt í vinnslu. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Sjá meira