Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið Gunnar Valur Sveinsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum, fyrst og fremst í gegnum Seyðisfjörð, ferðast um landið og farið svo til baka sömu leið. Undanfarin ár hefur borið á nýbreytni á þessu sviði þar sem hópbifreiðar skráðar innan ESB, á forræði erlendra fyrirtækja, hafa komið hingað til lands með erlenda bílstjóra og selt þjónustu sína erlendum fyrirtækjum sem sent hafa hópa hingað til lands. Sama hefur einnig átt við um erlendar ferðaskrifstofur sem hafa sent hingað erlent starfsfólk til að sinna leiðsögn erlendra hópa í samkeppni við innlenda leiðsögn sem ber virðisaukaskatt. Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.Vaxandi umsvif Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.Bregðast þarf við Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum. Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum, fyrst og fremst í gegnum Seyðisfjörð, ferðast um landið og farið svo til baka sömu leið. Undanfarin ár hefur borið á nýbreytni á þessu sviði þar sem hópbifreiðar skráðar innan ESB, á forræði erlendra fyrirtækja, hafa komið hingað til lands með erlenda bílstjóra og selt þjónustu sína erlendum fyrirtækjum sem sent hafa hópa hingað til lands. Sama hefur einnig átt við um erlendar ferðaskrifstofur sem hafa sent hingað erlent starfsfólk til að sinna leiðsögn erlendra hópa í samkeppni við innlenda leiðsögn sem ber virðisaukaskatt. Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.Vaxandi umsvif Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.Bregðast þarf við Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum. Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun