Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:00 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku. Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent