Fleiri erlendir starfsmenn sem telja brotið á rétti sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. febrúar 2018 12:54 Guðrún Elín segir að flestar tilkynningar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/pjetur Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira