Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 19:00 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, er sakaður um að hafa blekkt dómara. Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent