„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 22:07 Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni. Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21