Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:27 Róbert Wessman. Vísir/Ernir Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon Dómsmál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon
Dómsmál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira