Vilja endurvekja viðræðurnar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 28. febrúar 2018 08:00 Baskó hefur séð um rekstur verslana á bensínstöðvum Skeljungs. Vísir/Gva Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00
Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28
Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00