Laganna menn á harðahlaupum undan Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 15:03 Hvorki lögmenn né dómarar þekkjast boð laganema um að koma og mæta Jóni Steinari á opnum fundi. Ekki Reimar, ekki Skúli, ekki Karl, ekki Benedikt og ekki Ingibjörg. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, gengst fyrir opnum fundi í HR í hádeginu á morgun. Til stendur að ræða efni bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og lögmanns; Með lognið í fangið. En nú bregður svo við að enginn þeirra sem Páll Magnús Pálsson, formaður málfundafélags Lögréttu, hefur reynt að fá til að flytja erindi á þeim fundi vill þekkjast boðið. „Ég hef haft samband við Karl Axelsson, Benedikt Bogason, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Skúla Magnússon og Reimar Pétursson, sem hefur eins og þú veist gagnrýnt bókina. Enginn af þessum einstaklingum hafði áhuga á að mæta á fundinn,“ segir Páll Magnús í samtali við Vísi.Bara þvert nei Páll Magnús segir að enginn nefndra hafi gefið upp neina ástæðu fyrir því hvers vegna þau gætu ekki eða vildu ekki mæta. „Bara þvert nei.“ Í boði Lögréttu segir að um sé að ræða málfund um lögfræðileg málefni líðandi stundar. „Gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæstarétt sem kemur fram í nýútgefinni bók hans, „Með lognið í fangið; Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“, hefur vakið mikla athygli laganema. Þá sérstaklega umfjöllun um óeðlileg afskipti Hæstaréttar af dómaraskipunum. Af þeirri ástæðu tel ég mikilvægt að einhver komi fram fyrir hönd dómara og svari þessari alvarlegu gagnrýni. Ég vil því bjóða þér að mæta á opinn fund í Háskólanum í Reykjavík, ásamt Jóni Steinari. Ef þú hefur áhuga á að mæta á slíkan fund verður tímasetning ákveðin eftir því sem ykkur Jóni hentar, en ég miða við að reyna að halda fundinn á allra næstu vikum. Ég yrði þakklátur ef þú gætir svarað þessu erindi sem fyrst,“ skrifar Páll Magnús kurteislega í boðsbréfi og sendir bestu kveðjur. En allt kemur fyrir ekki.Páll Magnús, formaður málfundafélags Lögréttu, furðar sig á því að enginn vilji mæta Jóni Steinari um efni nýlegrar bókar hans þar sem finna má harða gagnrýni á dómsstóla.En, hvað kemur til að þið viljið taka þetta efni til umfjöllunar á fundi Lögréttu? „Eftir að hafa lesið bók Jóns taldi ég efni hennar eiga brýnt erindi við laganema. Einnig finnst mér einkennileg þögnin sem hefur ríkt í fjölmiðlum um þá alvarlegu og rökstuddu gagnrýni sem Jón hefur sett fram,“ segir Páll. Blaðamaður Vísis verður reyndar að fá að halda því til haga að Vísir hefur fjallað ítarlega um bókina og vendingar henni tengdar. Eiginlega farið að bera í bakkafullan lækinn með það. „Já, en manni finnst einhvern veginn að svona alvarleg gagnrýni fyrrverandi hæstaréttardómara ætti að vekja aðeins meiri athygli og þá kannski að farið sé nánar í hlutina efnislega, sem hann ræðir í bókinni,“ segir laganeminn Páll Magnús og gefur ekkert eftir með það.Að vilja þegja gagnrýnina í hel Staðan er því sú að fundurinn verður þannig að formaðurinn býður gesti velkomna og Jón Steinar tekur svo við, án andmæla. En, viltu þá meina að Jón Steinar hafi kerfisbundið verið beittur þöggun af þeim sem ættu að láta sig málið varða? „Ég veit ekki alveg hvort ég myndi taka svo afdráttarlaust til orða. En mér hefur fundist ríkja svolítið áhugaleysi á þeirri gagnrýni sem Jón hefur sett fram. Og hann talar auðvitað mikið um þetta áhugaleysi í bókinni. Og ekki bara frá fjölmiðlum heldur dómurum sem hafa ekki séð ástæðu til að svara þessari alvarlegu gagnrýni á þeirra störf.Ef enginn svarar og leiðréttir tekur maður því sem Jón segir auðvitað sem sönnu. Eins og menn haldi að þeir geti þagað gagnrýnina í hel.“En, hvað heldur þú og þá jafnvel laganemar, að valdi þessari þögn um svo alvarlega gagnrýni og hann setur fram? Og, vel að merkja, þessa háværu þögn má greina bæði hjá dómarafélaginu sem og lögmannafélaginu. „Það sem mér dettur einna helst í hug er að menn treysti sér hreinlega ekki til að færa málefnalegar röksemdir fyrir svörum sínum. Þá vegna þess að eitthvað er til í gagnrýni Jóns. Annað getur maður ekki haldið á meðan enginn svarar eða gerir tilraun til að leiðrétta það sem kann að vera rangt.“Að lögmenn vilji eiga gott veður hjá dómurumOg þá að lögmenn vilja hugsanlega eiga gott veður hjá dómurum og veigra sér því við að taka undir með Jóni?„Þegar Jón óskaði eftir því við lögmannafélagið að haldinn yrði opinn fundur þar sem menn gætu gert grein fyrir því sem þeir teldu rangt í bókinni, var honum svarað eitthvað í þá átt að það væri dýrt að halda slíka fundi og Lögmannafélagið hefði bara ekki kost á því. Nú er ég að halda opinn fund og hef boðið fjölmörgum einstaklingum að koma, meðal annars frá lögmannafélaginu, en enginn hefur áhuga á að koma.Þannig virðast margir vera tilbúnir til að gagnrýna bókina á lokuðum fundum og halda því fram að í henni sé farið með rangt mál, en veigra sér samt við því að færa rök fyrir slíkum fullyrðingum á opinberum vettvangi.“Þannig að menn eru á hlaupum undan Jóni Steinari? „Svo virðist vera,“ segir Páll Magnús formaður málfundafélags Lögréttu. Dómsmál Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, gengst fyrir opnum fundi í HR í hádeginu á morgun. Til stendur að ræða efni bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og lögmanns; Með lognið í fangið. En nú bregður svo við að enginn þeirra sem Páll Magnús Pálsson, formaður málfundafélags Lögréttu, hefur reynt að fá til að flytja erindi á þeim fundi vill þekkjast boðið. „Ég hef haft samband við Karl Axelsson, Benedikt Bogason, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Skúla Magnússon og Reimar Pétursson, sem hefur eins og þú veist gagnrýnt bókina. Enginn af þessum einstaklingum hafði áhuga á að mæta á fundinn,“ segir Páll Magnús í samtali við Vísi.Bara þvert nei Páll Magnús segir að enginn nefndra hafi gefið upp neina ástæðu fyrir því hvers vegna þau gætu ekki eða vildu ekki mæta. „Bara þvert nei.“ Í boði Lögréttu segir að um sé að ræða málfund um lögfræðileg málefni líðandi stundar. „Gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæstarétt sem kemur fram í nýútgefinni bók hans, „Með lognið í fangið; Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“, hefur vakið mikla athygli laganema. Þá sérstaklega umfjöllun um óeðlileg afskipti Hæstaréttar af dómaraskipunum. Af þeirri ástæðu tel ég mikilvægt að einhver komi fram fyrir hönd dómara og svari þessari alvarlegu gagnrýni. Ég vil því bjóða þér að mæta á opinn fund í Háskólanum í Reykjavík, ásamt Jóni Steinari. Ef þú hefur áhuga á að mæta á slíkan fund verður tímasetning ákveðin eftir því sem ykkur Jóni hentar, en ég miða við að reyna að halda fundinn á allra næstu vikum. Ég yrði þakklátur ef þú gætir svarað þessu erindi sem fyrst,“ skrifar Páll Magnús kurteislega í boðsbréfi og sendir bestu kveðjur. En allt kemur fyrir ekki.Páll Magnús, formaður málfundafélags Lögréttu, furðar sig á því að enginn vilji mæta Jóni Steinari um efni nýlegrar bókar hans þar sem finna má harða gagnrýni á dómsstóla.En, hvað kemur til að þið viljið taka þetta efni til umfjöllunar á fundi Lögréttu? „Eftir að hafa lesið bók Jóns taldi ég efni hennar eiga brýnt erindi við laganema. Einnig finnst mér einkennileg þögnin sem hefur ríkt í fjölmiðlum um þá alvarlegu og rökstuddu gagnrýni sem Jón hefur sett fram,“ segir Páll. Blaðamaður Vísis verður reyndar að fá að halda því til haga að Vísir hefur fjallað ítarlega um bókina og vendingar henni tengdar. Eiginlega farið að bera í bakkafullan lækinn með það. „Já, en manni finnst einhvern veginn að svona alvarleg gagnrýni fyrrverandi hæstaréttardómara ætti að vekja aðeins meiri athygli og þá kannski að farið sé nánar í hlutina efnislega, sem hann ræðir í bókinni,“ segir laganeminn Páll Magnús og gefur ekkert eftir með það.Að vilja þegja gagnrýnina í hel Staðan er því sú að fundurinn verður þannig að formaðurinn býður gesti velkomna og Jón Steinar tekur svo við, án andmæla. En, viltu þá meina að Jón Steinar hafi kerfisbundið verið beittur þöggun af þeim sem ættu að láta sig málið varða? „Ég veit ekki alveg hvort ég myndi taka svo afdráttarlaust til orða. En mér hefur fundist ríkja svolítið áhugaleysi á þeirri gagnrýni sem Jón hefur sett fram. Og hann talar auðvitað mikið um þetta áhugaleysi í bókinni. Og ekki bara frá fjölmiðlum heldur dómurum sem hafa ekki séð ástæðu til að svara þessari alvarlegu gagnrýni á þeirra störf.Ef enginn svarar og leiðréttir tekur maður því sem Jón segir auðvitað sem sönnu. Eins og menn haldi að þeir geti þagað gagnrýnina í hel.“En, hvað heldur þú og þá jafnvel laganemar, að valdi þessari þögn um svo alvarlega gagnrýni og hann setur fram? Og, vel að merkja, þessa háværu þögn má greina bæði hjá dómarafélaginu sem og lögmannafélaginu. „Það sem mér dettur einna helst í hug er að menn treysti sér hreinlega ekki til að færa málefnalegar röksemdir fyrir svörum sínum. Þá vegna þess að eitthvað er til í gagnrýni Jóns. Annað getur maður ekki haldið á meðan enginn svarar eða gerir tilraun til að leiðrétta það sem kann að vera rangt.“Að lögmenn vilji eiga gott veður hjá dómurumOg þá að lögmenn vilja hugsanlega eiga gott veður hjá dómurum og veigra sér því við að taka undir með Jóni?„Þegar Jón óskaði eftir því við lögmannafélagið að haldinn yrði opinn fundur þar sem menn gætu gert grein fyrir því sem þeir teldu rangt í bókinni, var honum svarað eitthvað í þá átt að það væri dýrt að halda slíka fundi og Lögmannafélagið hefði bara ekki kost á því. Nú er ég að halda opinn fund og hef boðið fjölmörgum einstaklingum að koma, meðal annars frá lögmannafélaginu, en enginn hefur áhuga á að koma.Þannig virðast margir vera tilbúnir til að gagnrýna bókina á lokuðum fundum og halda því fram að í henni sé farið með rangt mál, en veigra sér samt við því að færa rök fyrir slíkum fullyrðingum á opinberum vettvangi.“Þannig að menn eru á hlaupum undan Jóni Steinari? „Svo virðist vera,“ segir Páll Magnús formaður málfundafélags Lögréttu.
Dómsmál Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22
Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45