Teigsskógur varð fyrir valinu Kristján Már Unnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 8. mars 2018 18:30 Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og um leið var þeim valkosti að gera jarðgöng undir Hjallaháls samhliða nýjum vegi um Ódrjúgsháls hafnað. Beina útsendingu Stöðvar 2 frá Reykhólum í kvöld má sjá hér að ofan. Hreppsnefndin telur ljóst að þó leið um Teigsskóg muni hafa umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif muni vegurinn hafa jákvæð samfélagsáhrif og bæti samgöngur og auki umferðaröryggi meira en hin leiðin. Þar að auki sé verulegur munur á kostnaði verkefnanna eða um sex milljarðar króna. Hreppsnefndin taldi einnig að kostnaðurinn við gangagerð væri líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningu samgöngubóta. Sjá einnig: Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Vegurinn um Ódrjúgsháls hefur lengi verið umdeildur á sunnanverðum Vestfjörðum og hafa íbúar lengi kallað eftir umbótum. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri Reykhólahrepps, segir hreppsnefndina ekki vilja göng meðal annars vegna þess að sú leið væri margfalt dýrari og henni fylgdi minna umferðaröryggi. „Við teljum kostina sem felast í Teigsskógsleiðinni það mikilvæga að það séu brýnir hagsmunir fyrir því að koma þessari samgönguleið á,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði ekki ljóst hvort með þessu myndi leiðin fást í gegn. „Við trúum því að við höfum unnið okkar vinnu og séum að leggja fram besta kostinn, samkvæmt þeim gögnum sem hafa legið fyrir okkur og svo verðum við bara að takast á við það sem kemur hér eftir.“ Ingibjörg sagði að endingu að ef allt gengi að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi á fyrstu haustdögum og hefja framkvæmdir í haust. Samgöngur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og um leið var þeim valkosti að gera jarðgöng undir Hjallaháls samhliða nýjum vegi um Ódrjúgsháls hafnað. Beina útsendingu Stöðvar 2 frá Reykhólum í kvöld má sjá hér að ofan. Hreppsnefndin telur ljóst að þó leið um Teigsskóg muni hafa umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif muni vegurinn hafa jákvæð samfélagsáhrif og bæti samgöngur og auki umferðaröryggi meira en hin leiðin. Þar að auki sé verulegur munur á kostnaði verkefnanna eða um sex milljarðar króna. Hreppsnefndin taldi einnig að kostnaðurinn við gangagerð væri líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningu samgöngubóta. Sjá einnig: Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Vegurinn um Ódrjúgsháls hefur lengi verið umdeildur á sunnanverðum Vestfjörðum og hafa íbúar lengi kallað eftir umbótum. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri Reykhólahrepps, segir hreppsnefndina ekki vilja göng meðal annars vegna þess að sú leið væri margfalt dýrari og henni fylgdi minna umferðaröryggi. „Við teljum kostina sem felast í Teigsskógsleiðinni það mikilvæga að það séu brýnir hagsmunir fyrir því að koma þessari samgönguleið á,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði ekki ljóst hvort með þessu myndi leiðin fást í gegn. „Við trúum því að við höfum unnið okkar vinnu og séum að leggja fram besta kostinn, samkvæmt þeim gögnum sem hafa legið fyrir okkur og svo verðum við bara að takast á við það sem kemur hér eftir.“ Ingibjörg sagði að endingu að ef allt gengi að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi á fyrstu haustdögum og hefja framkvæmdir í haust.
Samgöngur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15