Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2018 23:15 Stamos er sagður hafa lent uppi á kant við aðra stjórnendur Facebook um hvernig ætti að taka á áróðri og falsfréttum á miðlinum. Vísir/AFP Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45