„Það er bara verið að ræna hönnuði“ Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2018 09:45 Eyjólfur Pálsson. Vísir/Valgarður Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira
Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira
Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30