Aðeins ein kona á sæti í fimm manna stjórn Bændasamtakanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála. VÍSIR/PJETUR Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira